Bjargföst sannfæring Bjarna

Það er auðvitað virðingarvert af alþingismanninum fyrrverandi að segja af sér þegar hann hefur orðið uppvís að svo skítlegum vinnubrögðum en eitt fannst mér athyglisvert við yfirlýsingu Bjarna.

„...enda hefur það ævinlega verið bjargföst sannfæring mín að menn eigi alltaf að axla ábyrgð á eigin gerðum.“

Ef Bjarni Harðarson hefur ævinlega haft þessa sannfæringu eins og hann segir sjálfur, hvernig stendur þá á því að hann vegur að fólki úr launsátri? Er það að axla ábyrgð á eigin gerðum? Mér finnst það frekar vera það að fara í felur með eigin gerðir, en það sem kom Bjarna svo illa var að vera gripinn. Og þess vegna segir hann af sér.

Bjarni Harðarson sagði ekki af sér vegna réttlætiskenndar eða eigin sannfæringar, heldur vegna þeirrar ástæðu að hann skaut sig gjörsamlega í fótinn og er þar af leiðandi ekki stætt lengur í pólitík.

Allt má með orðum fegra og Bjarni reynir það svo sannarlega þarna. Þetta heitir einfaldlega að kunna að skammast sín þegar maður hefur gert upp á bak, sem er vissulega eitthvað sem alþingismenn Íslands mega taka til skoðunar.

 

-Styrmir


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá húmorslausa manninum...

Það er svolítið merkilegt að allir þeir sem hafa eitthvað út á skoðun mína að setja gera það á þann hátt að kalla mig húmorslausan, hörundsáran, grenjusjóðu eða þar fram eftir götunum. Enginn hefur velt fyrir sér túrismanum annar en Jenný Anna sem fullyrðir blákalt að Keflavík hafi "ekki rassgat upp á að bjóða fyrir túrista". Kannski ekki það málefnalegasta.

Fyrsta setningin í greininni er höfð eftir mér þó ég hafi reyndar ekki sagt þetta svona, heldur lagt á það áherslu við blaðamanninn sem hafði samband við mig í kjölfar bloggfærslu minnar að húmor á sér stað og stund sem sannarlega var ekki þarna.

Þetta mál snýst alls ekki um það hvort ég hafi húmor fyrir hinu eða þessu. Þetta snýst um það að flugfélag ber á borð ósannindi fyrir ferðamenn í ferðabæklingi sem ætlaður er sem landkynning.

Að í Reykjanesbæ (Keflavík) sé ör fólksfækkun eru hrein og klár ósannindi. Reykjanesbær hefur stækkað gríðarlega á undanförnum árum og hér er margt að gerast, þó deila megi um gleðina á bak við sumt, sbr. álverið. Að Reykjanesbær sé fiskiþorp er jafn mikið bull. Svo leyfi ég öðrum að dæma um það sem skrifað er um aðra staði á landinu.

Það er lítið vit í að búa til ferðamannabæklinga og ljúga að lesendunum. Öll bæjarfélög vilja fá sinn skerf af túrisma og þegar logið er upp á þau er verið að skerða samkeppnisstöðu þeirra í ferðaþjónustubransanum.

Ég ítreka það aftur. Þetta snýst ekki um húmor, þannig að vinsamlega sleppið á þessari síðu öllum kommentum um húmorsleysi eða hörundsæri. Nóg er um slíkt nú þegar.

 

Styrmir B.


mbl.is Saklaust grín eða ferðamannafæla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsugæslan fælir

Á síðustu árum hefur Reykjanesbær lagt mikið upp úr því að markaðsetja bæinn sem aðlaðandi búsetuvalkost fyrir fjölskyldufólk. Fjöldi aðfluttra á síðustu árum ber það með sér að sú markaðsetning hefur skilað þó nokkrum árangri og bæði hafa nýir íbúar flust til bæjarins auk þess sem brottfluttir Suðurnesjamenn hafa snúið aftur til heimahaganna.

En þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur eru enn annmarkar við það að búa hér á svæðinu. ...

--- Smelltu hér til að lesa áfram ---


Ferðaþjónustuskemmdarverk

Fyrir skömmu var ég á leið heim frá útlöndum með einni af leiguvélum Iceland Express. Meðan ég naut bilaðra sæta og ógeðslegs matar á yfirsprengdu verði gluggaði ég í bæklinginn Express Yourself sem dreift er ókeypis til allra sem fljúga með flugfélaginu til landsins. Vitandi hve mikið bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ er í mun að gera bæjarfélagið að aðlaðandi áfangastað fyrir ferðamenn fletti ég bæklingnum í leit að fögrum orðum um bæinn minn. Ég fann texta um Eyrarbakka, Akureyri, Egilsstaði og svolítið um Reykjanesskagann en það var ekki fyrr en ég las pistil um viðkomustaði á hringferð um landið að leitin bar árangur. Þar skrifaði rembingslegur textahöfundur um Reykjavík, Borgarnes, Akureyri, Egilsstaði, Höfn, Vík, og Keflavík og reyndi að vera óskaplega fyndinn með því að gefa bæjunum viðurnefni og koma með heimsborgaralegar háðsglósur sem öllum finnst líklega lummulegar nema honum sjálfum. Akureyri var kölluð borg táranna, Reykjavík borg óttans og svo var það minn elskulegi heimabær:

Keflavík - borg flóttans. Fólksfjöldi: Fer hratt minnkandi
Aðalástæða þess að flestir stoppa í Keflavík er flugvöllurinn, og mögulega sem hliðarstopp með Bláa Lóninu. Samt sem áður í búa í þessu fiskiþorpi einarðir íbúar með þolgóðar sálir sem varpa glaðir frá sér stórborgarfjötrunum fyrir „sveitaljóma“ Keflavíkur.

Er þetta í alvörunni það sem Iceland Express hefur að segja um Keflavík og Reykjanesbæ? Hver í fjandanum skrifaði þetta eiginlega?

Svona kynningarstarfsemi er ljótur leikur við Reykjanesbæ og helst ætti flugfélagið að skammast sín og gefa út nýjan bækling þar sem textahöfundur hefur fyrir því að kynna sér það sem hann skrifar um.

Styrmir B.

 Greinin birtist einnig á skurinn.wordpress.com


Merkileg forgangsröðun

Það er svo magnað hvernig allur heimurinn vill bregðast við þegar sótt er að dýrum en minna er um undirtektir þegar mannslíf eru í húfi.

Lesið þessa grein, þar sem meðal annars er fjallað um górillurnar. 


mbl.is Fágæt samvinna til að bjarga górillum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband