Merkileg forgangsröðun

Það er svo magnað hvernig allur heimurinn vill bregðast við þegar sótt er að dýrum en minna er um undirtektir þegar mannslíf eru í húfi.

Lesið þessa grein, þar sem meðal annars er fjallað um górillurnar. 


mbl.is Fágæt samvinna til að bjarga górillum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló er það górillunum að kenna að fólk er grimmt og vont upp til hópa þegar aðstæður eru þannig ...illmennska getur verið í mörgu formi og á engin rétt á sér ...bara það eitt að taka of stóran hluta af kökunni getur er viss illmenni. Sorglegt þegar við göngum svona nærri náttúrunni gott dæmi um nauðgun ..náttúran getur ekki varið sig fyrir ónáttúru okkar....

Halli (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:14

2 identicon

Það er varla að ég nenni að eyða tíma mínum í að svara svona rökleysu og fávisku en það er kannski vandamálið með fáviskuna, hún dafnar vel í skjóli þess að fólk nennir ekki að svara henni.

Umsjónarmenn þessarar bloggsíðu gagnrína á stuttlegan hátt að brugðist sé við útrýmingarhættu górilluapa og að engu sé sinnt neyð mannanna á svæðinu.

Hvernig mun það hjálpa fólkinu að górillum sé útrýmt?  Segir ekki einmitt í fréttinni að það þær gefi tekjur inn í samfélögin þar sem ferðamenn flykkjast á staðina til að berja þær augum.  Hvað á að draga ferðamenn á staðinn þegar engar eru górillurnar? 

Hversvegna er það ekki réttlætanlegt að bjarga dýrategund frá útrýmingarhættu þó að restin af heiminum sé í upplausn?  Mun það redda þessum milljónum manna frá hungri og ofbeldisverkum ef górillurnar eru látnar afskiptar?

Grunn hugsun í þessum orðum ykkar kæru Hilmar og/eða Styrmir.

Arnar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:41

3 Smámynd: Skúrfélagar

Lestu greinina sem við vísum í. Það er hún sem málið snýst um. Við erum ekki að leggja til útrýmingu dýrategunda til að sporna gegn ofbeldi manna í milli. Við erum að benda fólki á greinina sem fjallar um skeytingarleysi alþjóðasamfélagsins í garð mannfólks í neyð en ákefðina sem grípur um sig þegar bjarga þarf dýrum.

Ég segi það aftur. Við erum ekki að mæla með útrýmingu dýrategunda, hvernig í ósköpunum sem Arnari tókst að fá það út. Við erum að benda á óréttlæti heimsins. En auðvitað mun fólk flykkjast til Kongó (sem greinin sem þú hefðir kannski átt að lesa fjallaði um) að skoða górillurnar og svo konur sem verið er að nauðga. Þannig fást jú tekjurnar. Er það ekki annars, Arnar?

Skúrfélagar, 25.2.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband