Bjargföst sannfæring Bjarna

Það er auðvitað virðingarvert af alþingismanninum fyrrverandi að segja af sér þegar hann hefur orðið uppvís að svo skítlegum vinnubrögðum en eitt fannst mér athyglisvert við yfirlýsingu Bjarna.

„...enda hefur það ævinlega verið bjargföst sannfæring mín að menn eigi alltaf að axla ábyrgð á eigin gerðum.“

Ef Bjarni Harðarson hefur ævinlega haft þessa sannfæringu eins og hann segir sjálfur, hvernig stendur þá á því að hann vegur að fólki úr launsátri? Er það að axla ábyrgð á eigin gerðum? Mér finnst það frekar vera það að fara í felur með eigin gerðir, en það sem kom Bjarna svo illa var að vera gripinn. Og þess vegna segir hann af sér.

Bjarni Harðarson sagði ekki af sér vegna réttlætiskenndar eða eigin sannfæringar, heldur vegna þeirrar ástæðu að hann skaut sig gjörsamlega í fótinn og er þar af leiðandi ekki stætt lengur í pólitík.

Allt má með orðum fegra og Bjarni reynir það svo sannarlega þarna. Þetta heitir einfaldlega að kunna að skammast sín þegar maður hefur gert upp á bak, sem er vissulega eitthvað sem alþingismenn Íslands mega taka til skoðunar.

 

-Styrmir


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband