23.7.2008 | 18:54
Frá húmorslausa manninum...
Það er svolítið merkilegt að allir þeir sem hafa eitthvað út á skoðun mína að setja gera það á þann hátt að kalla mig húmorslausan, hörundsáran, grenjusjóðu eða þar fram eftir götunum. Enginn hefur velt fyrir sér túrismanum annar en Jenný Anna sem fullyrðir blákalt að Keflavík hafi "ekki rassgat upp á að bjóða fyrir túrista". Kannski ekki það málefnalegasta.
Fyrsta setningin í greininni er höfð eftir mér þó ég hafi reyndar ekki sagt þetta svona, heldur lagt á það áherslu við blaðamanninn sem hafði samband við mig í kjölfar bloggfærslu minnar að húmor á sér stað og stund sem sannarlega var ekki þarna.
Þetta mál snýst alls ekki um það hvort ég hafi húmor fyrir hinu eða þessu. Þetta snýst um það að flugfélag ber á borð ósannindi fyrir ferðamenn í ferðabæklingi sem ætlaður er sem landkynning.
Að í Reykjanesbæ (Keflavík) sé ör fólksfækkun eru hrein og klár ósannindi. Reykjanesbær hefur stækkað gríðarlega á undanförnum árum og hér er margt að gerast, þó deila megi um gleðina á bak við sumt, sbr. álverið. Að Reykjanesbær sé fiskiþorp er jafn mikið bull. Svo leyfi ég öðrum að dæma um það sem skrifað er um aðra staði á landinu.
Það er lítið vit í að búa til ferðamannabæklinga og ljúga að lesendunum. Öll bæjarfélög vilja fá sinn skerf af túrisma og þegar logið er upp á þau er verið að skerða samkeppnisstöðu þeirra í ferðaþjónustubransanum.
Ég ítreka það aftur. Þetta snýst ekki um húmor, þannig að vinsamlega sleppið á þessari síðu öllum kommentum um húmorsleysi eða hörundsæri. Nóg er um slíkt nú þegar.
Styrmir B.
Saklaust grín eða ferðamannafæla? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Facebook
Athugasemdir
Finnst þetta lag eiga vel við núna
C G
Ég veit allt. Ég get allt.
F C
Geri allt miklu betur en fúll á móti
G
Ég kann allt. Ég skil allt
F C
Fíla allt miklu betur en fúll á móti.
G
Smíða skútu, skerpi skauta,
bý til þrumu ost og grauta.
C
Haltu kjafti.
C G
Ég sé allt. Ég má allt.
F C
Brugga miklu betur en fúll á móti.
G
Ég finn allt. Ég er allt.
F C
Hef miklu hærri tekjur heldur en fúll á móti.
G
Smíða skútu, skerpi skauta.
meika sultu og þrumu grauta.
C
Haltu kjafti.
C G
Ég er kroppur. Ég er fróður.
F C
Fallegri í framan heldur en fúll á móti.
G
Ég er góður, aldrei óður.
F C
Ekki fitukeppur eins og slappi fúll á móti
G
Smíða skútu, skerpi skauta,
bý til dúndur ost og grauta.
C
Haltu kjafti.
Sumarliði er fullur
Lag og texti: Bjartmar Guðlaugsson
Einar Oddur Ólafsson, 23.7.2008 kl. 21:51
Hmmm... Styrmir heppinn að kunna að lesa nótur . Spurningin er bara á hvaða hljóðfæri þú ætlar að spila lagið fyrir manninn hehe. Hef aðeins verið að fylgjast með þessu og dísus hvað bloggheimar eru súrt samfélag. Bestu kveðjur til þín og þinna.
Inga Sveina (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 22:07
Já, ég er eiginlega sammála Einari að þetta lag eigi vel við. Þá á ég við að þetta eigi nokkuð vel um til dæmis hann og aðra bloggara sem keppast um í yfirdrullinu á þá sem stíga fram með skoðanir. Allir eiga að halda kjafti nema þeir sjálfir. Sannarlega súrt samfélag.
En það má kannski búast við því að bloggarar rjúki upp til handa og fóta yfir þessu því fréttin gerði málinu alls ekki rétt skil eins og ég tók fram hér að ofan. En þeir verða bara að eiga það við sig og tralla lagið sitt.
Styrmir
Skúrfélagar, 23.7.2008 kl. 23:34
Bara svona til að benda þér á þá ert þú líka með staðreyndarvillu í þínu bloggi. Iceland Express er ekki flugfélag það er ferðaskrifstofa.
Thelma (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 00:59
Æ, Thelma... er sparðatíningurinn byrjaður?
Slíkt er svo ljótur blettur á bloggheimum og ég vil gjarnan halda því utan við þessa síðu.
Skúrfélagar, 24.7.2008 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.